Nokia 5228 - Stillingar pakka­gagna

background image

Stillingar pakkagagna

Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Stjórnandastill. > Pakkagögn.
Pakkagagnastillingarnar hafa áhrif á alla aðgangsstaði sem nota

pakkagagnatengingar.
Veldu úr eftirfarandi:
Pakkagagnatenging — Ef þú velur Ef samband næst og tækið er tengt símkerfi

sem styður pakkagögn skráir það sig á pakkagagnasímkerfið. Fljótlegra er að

koma á virkri pakkagagnatengingu (t.d. til að senda og sækja tölvupóst) heldur

en láta tækið koma á pakkagagnatengingu þegar þörf krefur. Ef ekkert

pakkagagnasamband er til staðar reynir tækið reglulega að koma á

pakkagagnatengingu. Ef þú velur Ef með þarf notar tækið aðeins

pakkagagnatengingu ef þú ræsir forrit eða aðgerð sem þarfnast slíkrar

tengingar.

Aðgangsstaður — Heiti aðgangsstaðarins er nauðsynlegt til að nota tækið sem

pakkagagnamótald fyrir tölvu.

Tengimöguleikar

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

91

background image

15. Leit

Um Leit

Veldu Valmynd > Internet > Leit.
Með Leit (sérþjónusta) er hægt að nota ýmiss konar leitarþjónustu á internetinu, til

dæmis til að finna vefsíður og myndir. Mismunandi er hvaða efni og valkostir eru í

boði.

Ný leit hafin

Veldu Valmynd > Internet > Leit.
Til að leita að efni í tækinu skaltu slá inn leitarorð í leitarreitinn eða skoða

efnisflokkana. Þegar þú slærð inn leitarorðin er niðurstöðunum raðað í flokka.

Niðurstöður sem síðast voru opnaðar birtast efst á listanum ef þær samræmast

leitarorðunum.
Til að leita að vefsíðum á internetinu velurðu Leita á internetinu, leitarþjónustu,

og slærð leitarorð inn í leitarreitinn. Leitarþjónustan sem þú valdir verður þá

framvegis sjálfgefin þjónustuveita við leit á netinu.
Ef sjálfgefin leitarþjónusta er þegar til staðar skaltu velja hana til að hefja leit eða

velja Fleiri leitarþjónustur ef þú vilt nota aðra leitarþjónustu.
Til að breyta lands- eða svæðisstillingum og finna fleiri leitarþjónustur velurðu

Valkostir > Stillingar > Land eða svæði.

16. Um Ovi-verslunina

Í Ovi-versluninni geturðu hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum,

myndum, þemum og hringitónum í tækið þitt. Sumir hlutir kosta ekki neitt; aðra

þarftu að kaupa og greiða fyrir með kreditkorti eða láta skuldfæra á

símareikninginn. Það fer eftir búsetulandi þínu og símafyrirtæki hvaða

greiðsluaðferðir eru tiltækar. Ovi-verslunin býður upp á efni sem er samhæft við

tækið þitt og hæfir bæði smekk þínum og staðsetningu.