Nokia 5228 - Stillingar fyrir snertiinnslátt

background image

Stillingar fyrir snertiinnslátt

Veldu Valmynd > Stillingar og Sími > Snertiskjár.
Innsláttarstillingum fyrir snertiskjá er breytt með því að velja úr eftirfarandi:
Handskriftaræfing — Opna forritið fyrir handskriftaræfingu. Það þjálfar tækið

í að bera kennsl á rithönd þína. Þessi valkostur er ekki tiltækur á öllum

tungumálum.

Tungumál texta — Skilgreina hvaða handskrifuðu sérstafi kennsl eru borin á

og hvernig sýndarlyklaborðið á skjánum lítur út.

Skrifhraði — Velja skrifhraða.

Leiðbeiningarlína — Sýna eða fela leiðbeiningarlínuna á ritunarsvæðinu. Með

leiðbeiningarlínunni er auðveldara að skrifa beint og hún auðveldar einnig

tækinu að bera kennsl á skriftina.

Breidd penna — Velja breidd texta sem er skrifaður með skjápenna.

Leturlitur — Velja lit skjápennaskriftarinnar.

Stillanleg leit — Kveikja á stillanlegri leit.

Kvörðun snertiskjás — Kvarða snertiskjáinn.

6. Tengiliðir

Hægt er að vista og uppfæra upplýsingar um tengiliði, svo sem símanúmer,

heimilisföng eða netföng þeirra. Hægt er að tengja hringitón eða smámynd við