Nokia 5228 - Úrræðaleit

background image

Úrræðaleit

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

111

background image

Spurning: Hvert er lykilorðið mitt fyrir læsingar-, PIN- eða PUK-

númerin?

Svar: Sjálfgefinn læsingarkóði er 12345. Hafðu samband við söluaðilann ef þú

gleymir læsingarnúmerinu. Ef PIN- eða PUK-númer gleymist eða ef ekki hefur verið

tekið við slíku númeri skal hafa samband við þjónustuveituna. Upplýsingar um

lykilorð fást hjá aðgangsstaðaþjónustu, t.d. netþjónustuveitu eða símafyrirtæki.

Spurning: Hvernig loka ég forriti sem er frosið, þ.e. svarar ekki?

Svar: Haltu valmyndartakkanum inni. Veldu forritstáknið, haltu því inni og veldu

Hætta.

Spurning: Af hverju virðast myndir vera óskýrar?

Svar: Gakktu úr skugga um að hlífðargler myndavélarlinsunnar séu hrein.

Spurning: Hvers vegna eru alltaf upplitaðir eða skærir punktar á

skjánum þegar ég kveiki á tækinu?

Svar: Þetta er einkennandi fyrir þessa gerð af skjám. Á sumum skjám geta verið dílar

eða punktar sem lýsa annaðhvort stöðugt eða alls ekki. Hér er ekki um að ræða galla

heldur eðlilegan hlut.

Spurning: Af hverju finn ég ekki tæki vinar míns þegar ég nota

Bluetooth?

Svar: Gakktu úr skugga um að tækin séu samhæf, að kveikt sé á Bluetooth og tækin

séu sýnileg. Gakktu einnig úr skugga um að fjarlægðin á milli tækjanna tveggja sé

ekki meiri en 10 metrar (33 fet) og að ekki séu veggir eða aðrar hindranir á milli

þeirra.

Spurning: Af hverju get ég ekki slitið Bluetooth-tengingu?

Svar: Ef annað tæki er tengt við tækið þitt getur þú slitið tengingunni í hinu tækinu

eða slökkt á Bluetooth-tengingunni í tækinu þínu. Veldu Valmynd > Stillingar og

Tengingar > Bluetooth > Bluetooth > Slökkt.

Úrræðaleit

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

112

background image

Spurning: Hvað geri ég ef minnið er fullt?

Svar: Eyddu efni úr minni tækisins. Ef Ekki er nægjanlegt minni fyrir aðgerð.

Eyddu fyrst einhverjum gögnum. eða Lítið minni er eftir. Eyddu einhverjum

gögnum úr minni símans. birtist á skjánum þegar þú eyðir mörgum atriðum í einu

skaltu eyða einu atriði í einu og byrja á þeim minnstu.

Spurning: Af hverju get ég ekki valið tengilið fyrir skilaboðin mín?

Svar: Tengiliðaspjaldið inniheldur hvorki símanúmer, heimilisfang né

tölvupóstfang. Veldu Valmynd > Tengiliðir og viðeigandi tengilið, og breyttu

tengiliðaspjaldinu.

Spurning: Hvernig get ég slitið gagnatengingu þegar tækið kemur

henni alltaf á aftur?

Svar: Tækið kann að vera að reyna að sækja margmiðlunarskilaboð frá

skilaboðastöðinni. Til að stöðva tækið í að koma á gagnatengingu velurðu

Valmynd > Skilaboð og Valkostir > Stillingar > Margmiðlunarskilaboð >

Móttaka margmiðlunar. Veldu Handvirkt val til að skilaboðamiðstöðin visti

skilaboð sem verða sótt síðar eða Óvirk til að hunsa öll margmiðlunarskilaboð sem

berast. Ef þú velur Handvirkt val mun berast tilkynning þegar ný skilaboð bíða þín

á skilaboðastöðinni. Ef þú velur Óvirk kemur tækið aldrei á tengingu við

farsímakerfið vegna margmiðlunarskilaboða. Til að stilla tækið þannig að það noti

aðeins pakkagagnatengingu, ef þú ræsir forrit eða aðgerð sem þarfnast hennar,

skaltu velja Valmynd > Stillingar og Tengingar > Stjórnandastill. >

Pakkagögn > Pakkagagnatenging > Ef með þarf. Ef það kemur ekki að gagni

skaltu slökkva á tækinu og kveikja síðan á því aftur.

Spurning: Get ég notað Nokia-tækið sem faxmótald með samhæfri

tölvu?

Svar: Þú getur ekki notað tækið sem faxmótald. Með því að nota símtalsflutning

(sérþjónusta) getur þú hins vegar beint mótteknum símbréfssendingum í faxnúmer.

Úrræðaleit

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

113

background image

Spurning: Hvernig á að stilla skjáinn?

Svar: Skjárinn er stilltur hjá framleiðandanum. Ef nauðsynlegt er að endurstilla

skjáinn velurðu Valmynd > Stillingar og Sími > Snertiskjár > Kvörðun

snertiskjás. Farðu eftir leiðbeiningunum.

Spurning: Hvers vegna fæ ég villuboðin Vottorð útrunnið eða Vottorð

ekki enn gilt þegar ég er að setja upp forrit sem hlaðið hefur verið

niður?

Svar: Ef textinn Vottorð útrunnið eða Vottorð ekki enn gilt birtist, þó svo að

vottorðið ætti að vera gilt, skaltu athuga hvort rétt dag- og tímasetning er í tækinu.

Þú gætir hafa sleppt því að stilla dagsetningu og tíma þegar þú tókst tækið í notkun,

eða ef til vill hefur farsímakerfið ekki uppfært þessar stillingar í tækinu þínu. Til að

leysa málið velurðu Valmynd > Stillingar og Sími > Símastjórnun >

Forstillingar. Veldu upphafstillingarnar aftur og þegar tækið endurræsist skaltu

setja inn rétta dagsetningu og tíma.

20. Verndum umhverfið

Orkusparnaður

Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna eins oft ef þú gerir eftirfarandi:
● Lokaðu forritum og gagnatengingum, t.d. Bluetooth-tengingu, þegar þær eru

ekki í notkun.

● Slökktu á ónauðsynlegum hljóðum, t.d. snertiskjás- og takkatónum.

Endurvinnsla

Allt efni í þessu tæki er hægt að endurheimta sem efni eða orku þegar

það hefur sinnt sínu hlutverki. Nokia vinnur að réttri förgun og

endurvinnslu með samstarfsaðilum sínum í gegnum áætlun sem heitir

We:recyle. Kannaðu hvernig þú getur endurunnið vörur frá Nokia og

hvar söfnunarstaði er að finna á www.nokia.com/werecycle, notaðu

farsímann nokia.mobi/werecycle, eða hringdu í þjónustudeild Nokia.