Uppfærsla hugbúnaðar með tölvu
Nokia Software Updater er tölvuforrit sem gerir þér kleift að uppfæra hugbúnaðinn
í tækinu. Til að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða
internettengingu og samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða athugasemdir fyrir nýjustu
hugbúnaðarútgáfur og sækja Nokia Software Updater forritið á www.nokia.com/
softwareupdate.