Nokia 5228 - Allir samskiptaatburðir skoðaðir

background image

Allir samskiptaatburðir skoðaðir

Veldu Valmynd > Notk.skrá.
Til að opna almennu notkunarskrána þar sem hægt er að sjá öll símtöl, textaskilaboð

eða gagnatengingar sem tækið skráir skaltu velja viðkomandi flipa

.

Undiratburðir, líkt og skilaboð sem voru send í fleiri en einum hluta eða

pakkagagnatengingar, eru skráðir sem einn samskiptaatburður. Tengingar við

pósthólfið þitt, skilaboðastöð margmiðlunarskilaboða eða vefsíður eru sýndar sem

pakkagagnatengingar.
Til að sjá hve mikið af gögnum var flutt, og hversu lengi tiltekin pakkagagnatenging

var virk, skaltu fletta að inn- eða útsendum viðburði sem gefinn er til kynna með

GPRS og velja Valkostir > Skoða.
Til að afrita símanúmer af skrá yfir á klemmuspjald og líma það t.d. inn í textaboð

velurðu Valkostir > Velja númer > Afrita.
Til að sía skrána velurðu Valkostir > Sía og síu.
Til að stilla hve lengi skráning varir velurðu Valkostir > Stillingar > Líftími

skrár. Ef þú velur Engin notkunarskrá er öllu innihaldi notkunarskrárinnar, teljara

nýlegra símtala og skilatilkynningum fyrir skilaboð eytt varanlega.

5. Textaritun

Hægt er að slá inn stafi, tölur og sértákn með ýmsu móti. Takkaborð á skjánum gerir

kleift að slá inn stafi með því að smella á þá með fingrunum eða skjápennanum.

Rithandarkennsl gera kleift að skrifa stafi beint á skjáinn með skjápennanum.

Hugsanlegt er að þessi eiginleiki sé ekki tiltækur fyrir öll tungumál.
Hægt er að smella á einhvern innsláttarreit til að slá inn bókstafi, tölustafi og

sértákn.