Stillingar Kvikmyndabanka
Á aðalskjá Kvikmyndabankans skaltu velja Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi:
● Valskjár þjónustu — Til að velja þær myndefnisþjónustur sem þú vilt að birtist
í Kvikmyndabankanum. Einnig er hægt að bæta við,færa, breyta og skoða
upplýsingar um myndefnisþjónustu. Ekki er hægt að breyta myndefnisþjónustu
sem fylgt hefur tækinu.
● Tengistillingar — Til að velja stað fyrir nettenginguna velurðu Nettenging. Til
að velja tengingu handvirkt í hvert sinn sem Kvikmyndabankinn kemur á
nettengingu velurðu Spyrja alltaf.
Til að kveikja eða slökkva á GPRS-tengingu velurðu Staðfesta GPRS-notkun.
Til að kveikja og slökkva á reiki velurðu Staðfesta reiki.
Nokia Myndefnisþjónusta
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
79
● Barnalæsing — Til að stilla á aldurstakmark. Lykilorðið er það sama og
læsingarkóði tækisins. Upphaflega númerið fyrir læsingu er 12345. Í
kvikmyndaveitum eru myndskeið falin sem hafa sama eða hærra aldurstakmark
en þú hefur stillt á.
● Forgangsminni — Til að velja hvort kvikmyndir sem hlaðið er niður eru vistaðar
í minni tækisins eða á samhæfu minniskorti.
● Smámyndir — Veldu hvort hlaða á niður og skoða smámyndir í
kvikmyndastraumum.
13. Internet
Um vafrann
Veldu Valmynd > Internet > Vefur.
Fáðu nýjustu fréttir og skoðaðu eftirlætisvefsíðurnar. Þú getur notað vafra tækisins
til að skoða vefsíður á internetinu.
Til að vafra verður þú hafa stilltan netaðgangsstað í símanum og vera tengd/ur við
netkerfi.
Vafrað á vefnum
Veldu Valmynd > Internet > Vefur.
Opna vefsvæði — Veldu veffangastikuna, sláðu inn veffang og veldu .
Ábending: Til að leita á netinu velurðu veffangastikuna, slærð inn leitarorð
og velur tengilinn fyrir neðan veffangastikuna.
Stækka eða minnka. — Tvísmelltu á skjáinn.
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef reynt hefur
verið að komast í eða opnaðar hafa verið trúnaðarupplýsingar sem krefjast
aðgangsorðs skal tæma skyndiminnið eftir hverja notkun. Upplýsingarnar eða
þjónustan sem farið var í varðveitist í skyndiminninu.