Tölvupóstur
Tölvupóstþjónustan í Nokia-tækinu sendir sjálfkrafa tölvupóst úr fyrirliggjandi
tölvupóstfangi í tækið. Hægt er að lesa, svara og skipuleggja tölvupóstinn hvar sem
er. Hægt er að nota þessa þjónustu hjá ýmsum netþjónustuveitum sem oft eru
notaðar þegar um persónulegan tölvupóst er að ræða. Ef til vill þarf að greiða
gagnakostnað fyrir þessa þjónustu. Upplýsingar um hugsanlegan kostnað fást hjá
þjónustuveitunni.
Tölvupóstur settur upp í Nokia-tækinu
1. Veldu Valmynd > Forrit > Still.hjálp.
2. Þegar stillingahjálpin er opnuð í fyrsta skipti er beðið um póststillingarnar á eftir
stillingum þjónustuveitunnar. Ef þú hefur notað stillingarhjálpina áður velurðu
Póstuppsetning.
3. Samþykktu skilmála og skilyrði til að tölvupósturinn verði virkur.
Sjá nánari upplýsingar á nokia.com/messaging.
Skilaboð
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
52