Vottorðastjórnun.
Nota ætti stafræn vottorð ef tengjast á netbanka eða öðru vefsvæði eða
fjartengdum miðlara vegna aðgerða sem fela í sér sendingu trúnaðarupplýsinga.
Einnig ætti að nota þau til að minnka hættuna á vírusum eða öðrum skaðlegum
hugbúnaði og tryggja áreiðanleika hugbúnaðar sem hlaðið er niður af netinu og
settur upp.
Veldu úr eftirfarandi:
● Heimildavottorð — Til að skoða og breyta heimildarvottorðum.
● Vottorð öruggra síðna — Til að skoða og breyta vottorðum fyrir öruggar síður.
● Einkavottorð — Til að skoða og breyta persónulegum vottorðum.
● Símavottorð — Til að skoða og breyta tækisvottorðum.
Stillingar
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
106
Stafræn vottorð tryggja ekki öryggi heldur eru þau notuð til að staðfesta uppruna
hugbúnaðar.
Mikilvægt: Þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem fylgir
fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið
öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn verður að
vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð
eru bundin tilteknum tíma. Ef textinn „Útrunnið vottorð“ eða „Vottorðið hefur enn
ekki tekið gildi“ birtist þó svo að vottorðið ætti að vera gilt skal athuga hvort rétt
dag- og tímasetning sé í tækinu.
Upplýsingar um vottorð skoðaðar — áreiðanleiki kannaður
Þú getur aðeins verið viss um rétt kenni miðlara þegar búið er að kanna undirskrift
og gildistíma miðlaravottorðsins.
Látið er vita ef uppruni miðlarans er ekki staðfestur eða ef tækið inniheldur ekki
rétt öryggisvottorð.
Hægt er að skoða upplýsingar um vottorð með því að velja Valkostir > Um
vottorð. Gildi vottorðsins er kannað og einhver af eftirfarandi athugasemdum getur
birst:
● Vottorði ekki treyst — Þú hefur ekki valið að láta neitt forrit nota vottorðið.
● Vottorð útrunnið — Gildistími vottorðsins er liðinn.
● Vottorð ekki enn gilt — Gildistími vottorðsins er ekki hafinn.
● Vottorð skemmt — Ekki er hægt að nota vottorðið. Hafðu samband við
útgefanda vottorðsins.
Trauststillingum breytt
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega megi
treysta eiganda þess og að það tilheyri í raun eigandanum sem tilgreindur er.
Til að breyta stillingum heimildarvottorðs velurðu Valkostir > Trauststillingar.
Listi, sem fer eftir vottorðinu sem valið er, birtist yfir forritin sem geta notað það.
Dæmi:
Stillingar
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
107
● Symbian-uppsetning: Já — Vottorðið getur sannreynt uppruna nýs Symbian-
stýrikerfisforrits.
● Internet: Já — Vottorðið getur sannreynt miðlara.
● Uppsetning forrita: Já — Vottorðið getur sannreynt uppruna nýs Java-forrits.
Ef breyta á stillingunum velurðu Valkostir > Breyta trauststillingum.