Nokia 5228 - Verndað efni

background image

Verndað efni

Til að stýra notkunarleyfum velurðu Valmynd > Stillingar og Sími >

Símastjórnun > Öryggisstillingar > Varið innihald.
Stafræn réttindatækni (DRM)
Eigendur efnis kunna að nota mismunandi gerðir stafrænnar réttindatækni (DRM)

til að vernda hugverkarétt sinn, þ.m.t. höfundarrétt. Þetta tæki notar mismunandi

gerðir stafrænnar tækni til að opna stafrænt varið efni. Með þessu tæki er hægt að

fá aðgang að efni sem verndað er með WMDRM 10, OMA DRM 1.0 og OMA DRM 2.0.

Ef tiltekinn stafrænn hugbúnaður nær ekki að verja efni kunna efniseigendur að

biðja um að geta slíks hugbúnaðar til að opna nýtt efni sem er varið með stafrænum

Stillingar

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

108

background image

réttindum sé endurvakin. Slíkt kann einnig að hindra endurnýjun þess stafræns

varins efnis sem er þegar í tækinu. Afturköllun slíks hugbúnaðar hefur ekki áhrif á

notkun efnis sem er verndað með öðrum gerðum stafrænna réttinda eða notkun

efnis sem ekki er verndað með stafrænum réttindum.
Efni sem er varið með stafrænum réttindum (DRM) fylgir opnunarlykill sem tilgreinir

hvernig hægt er að nota efnið.
Ef tækið er með OMA DRM varið efni skal nota öryggisafritunaraðgerðina í Nokia Ovi

Suite til að taka öryggisafrit af bæði opnunarlyklunum og efninu. Ef notaðar eru

aðrar flutningsaðferðir er ekki víst að opnunarlyklarnir, sem þarf að endursetja

ásamt OMA DRM-vörðu efni eftir að minni tækisins er forsniðið, verði fluttir með

efninu. Einnig gæti þurft að endursetja opnunarlyklana ef skrár í tækinu skemmast.
Ef tækið inniheldur WMDRM-varið efni glatast það efni ásamt opnunarlyklum þess

ef minni tækisins er forsniðið. Einnig gætu opnunarlyklarnir og efnið glatast ef skrár

í tækinu skemmast. Glatist opnunarlyklarnir eða efnið getur það takmarkað

möguleikann á að nota efnið aftur. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Sumir opnunarlyklar kunna að vera tengdir tilteknu SIM-korti og aðeins er hægt að

fá aðgang að varða efninu ef SIM-kortið er í tækinu.