Tónlist flutt úr tölvu
Hægt er að beita eftirfarandi aðferðum við flutning á tónlist:
● Til að setja Nokia Ovi Player upp til að sýsla með og skipuleggja tónlistarskrár
skaltu sækja forritið á www.ovi.com og fylgja leiðbeiningunum.
● Til að sjá tækið í tölvu sem gagnageymslu, sem hægt er að flytja allar gagnaskrár
í, skaltu koma á tengingu með samhæfri USB-gagnasnúru eða um Bluetooth. Ef
þú notar USB-gagnasnúru skaltu velja Gagnaflutningur sem tengiaðferð. Setja
verður samhæft minniskort í tækið.
● Til að samstilla tónlistina við Windows Media Player skaltu stinga samhæfri USB-
snúru í samband og velja Efnisflutningur sem tengiaðferð. Setja verður
samhæft minniskort í tækið.
Til að breyta sjálfgefinni stillingu USB-tengingar skaltu velja Valmynd > Stillingar
og Tengingar > USB-snúra > USB-tengistilling.