Ytri SIM-stilling
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Bluetooth.
Áður en hægt er að velja ytri SIM-stillingu verða tækin að vera pöruð saman og
kveikja þarf á pöruninni í hinu tækinu. Við pörun skal nota 16 stafa aðgangskóða
og stilla hitt tækið á leyfilegt.
Tengimöguleikar
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
89
Til að nota ytri SIM-stillingu með samhæfum bílbúnaði er kveikt á Bluetooth og svo
á ytri SIM-stillingu í tækinu. Kveiktu á ytri SIM-stillingu í hinu tækinu.
Þegar kveikt er á ytri SIM-stillingu í tækinu birtist Ytra SIM á heimaskjánum. Slökkt
er á tengingunni við þráðlausa símkerfið, og það gefið til kynna með í
sendistyrksvísinum. Þá er ekki hægt að nota þjónustu SIM-kortsins eða valkosti þar
sem tenging við símkerfið er nauðsynleg.
Þegar ytri SIM-stilling er virk í þráðlausa tækinu er aðeins hægt að hringja og svara
símtölum með samhæfum aukahlut sem er tengdur við það (t.d. bílbúnaði). Ekki er
hægt að hringja úr þráðlausa tækinu þegar stillingin er virk, nema í neyðarnúmerið
sem er forritað í tækið. Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að slökkva á ytri SIM-
stillingu. Ef tækinu hefur verið læst skal fyrst slá inn lykilnúmerið til að opna það.
Slökkt er á ytri SIM-stillingunni með því að ýta á rofann og velja Loka ytri SIM.