Stillingar símkerfis
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Símkerfi.
Veldu úr eftirfarandi:
● Val á símafyrirtæki — Veldu Sjálfvirkt til að stilla tækið þannig að það leiti að
og velji eitt af þeim símkerfum sem eru í boði, eða Handvirkt til að velja símkerfi
af lista. Ef tengingin rofnar við símkerfið, sem valið var handvirkt, gefur tækið
frá sér hljóðmerki og biður um að símkerfi sé valið aftur. Símkerfið sem er valið
verður að vera með reikisamning við heimakerfið þitt.
● Um endurvarpa — Láttu tækið gefa til kynna þegar það er notað í farsímakerfi
sem byggir á örbylgjutækni (MCN) og til að virkja móttöku upplýsinga frá
endurvarpa.